Skip to main content
Category

Fréttir

Arctic Fish fær búnað fyrir starfsmannaaðstöðu sína

By Fréttir

Arctic Fish fær afhentan allan búnað fyrir starfsmannaaðstöðu nýja laxasláturhússins í Bolungarvík.

Við unnum mjög náið með þeim í því að velja réttan búnað fyrir hvert rými til að gæta ýtrasta hreinlætis starfsmanna.
Þeir völdu svo sannarlega rétt því þetta er einungis hágæða búnaður frá Kohlhoff og NTF Aalborg.

Við hlökkum til þess að sjá þegar allt verður komið á fullt hjá þeim fyrir vestan.

Arctic Fish fær afhent þvottakerfi frá System Cleaners

By Fréttir

Í dag sendum við frá okkur þvottakerfi fyrir nýja laxasláturhúsið hjá Arctic Fish í Bolungarvík.

Okkar menn eru nú á staðnum að undirbúa uppsetningu ásamt sérfræðingum frá System Cleaners. Þetta er stórt og krefjandi verkefni sem við erum virkilega stoltir að taka þátt í.

Við óskum Arctic Fish til hamingju með þessi kaup og hlökkum til frekari samstarfs í framtíðinni

Arctic Fish velur þvottakerfi frá Iðnver

By Fréttir

Stór samningur við Arctic Fish

Iðnver ehf og Arctic Fish hafa skrifað undir stóran samning um uppsetningu á lágþrýstu þvottakerfi frá System Cleaners fyrir nýtt laxasláturhús Arctic Fish.

Samningurinn er umfangsmikill en hann nær m.a. til þvottakerfa fyrir vélar, færibönd, kassa og þess háttar.

Auk þess mun Iðnver sjá um búnað sem tengist starsmannarými fyrirtækisins svo sem aðgangstýringar, skóþurrkara ofl.

 

Sólheimar festa kaup á lífrænni hreinsistöð

By Fréttir

HiPAF hreinsistöð til notkunar hjá Sólheimum.

Iðnver afhendir hér Sólheimum í Grímsnesi lífræna skólphreinsistöð. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Það er mikið gleðiefni að fleiri og fleiri eru að átta sig á því hversu mikilvægt það er að vera með lífræna hreinsistöð.

Umboð fyrir Piab sogskálar

By Fréttir

Söluaðili Piab á Íslandi

Iðnver er nú orðinn umboðsaðili fyrir Piab á Íslandi. Piab er einn stærsti framleiðandi heims á sínu sviði.
Nú til dags er sjálfvirkni orðinn gríðarlega stór þáttur í matvælaiðnaðinum þar sem róbotar sjá um ýmsa þætti vinnslunnar.

Við erum virkilega stoltir að geta nú boðið viðskiptavinum okkar upp á framúrskarandi sogskálar frá Piab.