Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Iðnver og Huber undirrita samning

Eftir Fréttir

Iðnver ehf. hefur gert samning við þýska fyrirtækið Huber Technology um að gerast umboðsaðili fyrir þýska fyrirtækið á Íslandi. Huber sérhæfir sig í nýsköpun og tækninýjungum fyrir skólp og iðnaðarskólp en þetta er í fyrsta skipti sem vörur fyrirtækisins verða til sölu á Íslandi.

„Ég er mjög ánægður með að við höfum náð þessum stóra samningi við Huber sem hefur verið tvö ár í vinnslu. Huber er gamalgróið og þekkt fyrirtæki í þessum geira. Þetta er mikið traust sem okkur er sýnt frá svo stóru og virtu fyrirtæki. Huber hefur aldrei verið með vörur sínar til sölu á Íslandi áður og því eru þetta ákveðin tímamót og raunar stórar fréttir fyrir íslenska markaðinn í mínum huga,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri og eigandi Iðnver. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Við finnum strax fyrir miklum áhuga og eftirspurn frá íslenskum fyrirtækjum á vörum frá Huber. Það kemur raunar ekki á óvart enda er þetta byltingarkenndur tæknibúnaður og vörur sem fyrirtækið er að bjóða upp á í tengslum við skólp og allt sem því viðkemur.“

Mikil verðmæti sparast í hringrásarkerfinu

Pétur segir það stórt skref að geta nú boðið upp á vörur Huber fyrir iðnfyrirtæki og einnig sveitafélög frá þessu þekkta þýska fyrirtæki. „Þetta eru stórar fréttir fyrir iðnaðinn í heild sinni því tæknibúnaðurinn frá Huber getur t.d tekið prótein úr iðnaðarvatni, frárennsli frá t.d fiskiðnaði og komið því í bræðslu. Það sparast tugir rúmmetra á dag sem hægt er að endurnýta sem annars hefðu farið til spillis. Það eru því mikil verðmæti sem sparast í þessu hringrásarkerfi. Þetta er gríðarlega mikilvæg tækni og búnaður fyrir allan mengandi iðnað. Framundan er mikil endurskoðun á mengandi iðnaði og úrgangi frá honum. Við Íslendingar erum aftarlega á merinni hvað þetta varðar miðað við flest Evrópulönd og það er ljóst að það verða miklar breytingar á næstu árum hér á landi.“

Arctic Fish velur þvottakerfi frá Iðnver

Eftir Fréttir

Stór samningur við Arctic Fish

Iðnver ehf og Arctic Fish hafa skrifað undir stóran samning um uppsetningu á lágþrýstu þvottakerfi frá System Cleaners fyrir nýtt laxasláturhús Arctic Fish.

Samningurinn er umfangsmikill en hann nær m.a. til þvottakerfa fyrir vélar, færibönd, kassa og þess háttar.

Auk þess mun Iðnver sjá um búnað sem tengist starsmannarými fyrirtækisins svo sem aðgangstýringar, skóþurrkara ofl.

 

Umboð fyrir Piab sogskálar

Eftir Fréttir

Söluaðili Piab á Íslandi

Iðnver er nú orðinn umboðsaðili fyrir Piab á Íslandi. Piab er einn stærsti framleiðandi heims á sínu sviði.
Nú til dags er sjálfvirkni orðinn gríðarlega stór þáttur í matvælaiðnaðinum þar sem róbotar sjá um ýmsa þætti vinnslunnar.

Við erum virkilega stoltir að geta nú boðið viðskiptavinum okkar upp á framúrskarandi sogskálar frá Piab.