Description
Iðnver er umboðsaðili BJ-Gear á Íslandi með NG legur og erum við með fjölbreytt úrval af þeim á lager. NG legur henta sjávarútveginum og matvælaiðnaðinum einstaklega vel, enda er megin áhersla þeirra á að uppfylla hreinlætisstaðla. Hönnun þeirra er með bognum hornum og sléttu yfirborði sem auðveldar öll þrif. Þetta minnkar hættuna á mengun og að bakteríur nái að fjölga sér. Legurnar eru vatnseldar, sem gerir þeim kleift að virka á áhrifaríkan hátt í votum aðstæðum án þess að hætta sé á ryði og eykur þar með endingartíma þeirra í matvælaiðnaðinum.
NG legurnar eru framleiddar í Danmörku og hafa þeir öðlast FDA og ESB matvælagildi og eru samþykktar af USDA. Telja verður að gæði þessara lega sé í fremsta flokki á markaðnum í dag.
Sendu fyrirspurn ef þú hefur áhuga á að vita meira eða fá upplýsingar um stærðir.






