Lýsing
Þróuð hefur verið gámalausn (svokölluð plug and play lausn) sem gerir sveitarfélögum kleift að setja upp fráveitubúnað á fljótlegan og ódýran hátt.
Hægt er að útvega gámalausn með rennsli allt að 900 m3/klst. Ef þörf er fyrir meira flæði er möguleiki að bæta við fleiri en einum gám.
Innan í gámnum er tankur með tröppusíu eða tromlusíu ásamt þvottapressu. Seyra og rusl er síað frá og fer í pokapulsu í tunnu sem hægt er að losa á auðveldan hátt.
Innri veggir og loftgrindur eru meðhöndlaðar með epóxýefnum til að auðvelda þrif.
Gámurinn er afhentur einangraður og með hitablásara.