Iðnver er stolt af því að hafa í samstarfi við Huber Technology aðstoðað Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum (VSV) við að setja upp HDF hreinsibúnað. Búnaðurinn hreinsar allt frávatn frá uppsjávarvinnslu, bolfiskvinnslu og bræðslu VSV sem er nauðsynlegt til að uppfylla starfsleyfi félagsins.
Með samvinnu Iðnvers við Huber er leitast við að tryggja að VSV fylgi öllum reglum um hreinsun á frávatni. Með þessari uppsetningu er lögð áhersla á hringrásarhagkerfið, en markmiðið er að endurnýta prótein úr frávatninu.
Með þessu fæst aukin verðmætasköpun á hverjum degi, en það er áætlunin að endurnýta allt prótein (e. sludge) úr frávatninu, s.s. fitu og föst efni og breyta þessum úrgangi sem annars hefði farið í sjóinn í verðmæti (mjöl og lýsi).