idnver@idnver.is

517 2220

Iðnver með fjölbreyttar vörur fyrir sjávarútveginn

Fyrirtækið Iðnver býður upp á fjölbreyttar vörur fyrir sjávarútvegs- og iðnfyrirtæki. Iðnver býður einnig upp á ýmsar lausnir fyrir starfsmannaaðstöðu fyrirtækja. Það er margt í gangi hjá fyrirtækinu og nóg um að vera í höfuðstöðvum þess á Tunguhálsinum.

,,Það má segja að við séum að þjónuta matvælageirann í heild sinni. Við erum að smíða færibandaefni, þ.e. beltin í færiböndin. Þetta kemur til okkar í stykkjum og við sögum niður og setjum saman í ýmsum stærðum og gerðum. Það má líkja þessu við að setja saman fullt af LEGO kubbum. Við erum t.d. að smíða færiband sem er 3 metrar að breydd og 50 metrar að legnd fyrir Þörungaverksmiðjuna. Efnið þarf að þola 150 gráðu hita og geta farið í þurrkara. Við höfum afhent færibönd til margra stórra fyrirtækja á árinu og má þar nefna Skaginn 3X og Ísfélagið. Við erum mjög framarlega í færibandageiranum og stoltir af því. Við bjóðum upp á allt sem tilheyrir færiböndum m.a. mótora, gíra og stillilappir. Það má segja að við séum með allt í færiböndin nema ryðfría stálið. Við erum líka með keðjur af öllum stærðum og gerðum fyrir matvælaiðnaðinn,” segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri og eigandi Iðnvers.

Pétur keypti fyrirtækið fyrir rúmum tveimur árum en það hér þá Bakverk. Við ákváðum  að skipta um nafn á fyrirtækinu og nafnið Iðnver varð fyrir valinu, sem er meira lýsandi fyrir hvað við erum að gera.. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og það er margt spennandi í gangi,” segir hann.

Það eru ekki bara færibönd sem unnið er að í Iðnver. Fyrirtækið býður upp á margvíslegar lausnir sem viðkemur fyrirtækjaaðstöðu og má þar nefna vaska, skápa, aðgangsstýrihlið og margt fleira.

,,Við erum leiðandi fyrirtæki varðandi búnað og lausnir fyrir starfsmannaaðstöðu fyrirtækja. Það hefur aukist að fyrirtæki leggi meira upp úr því að hafa starfsmannaaðstöðuna í toppstandi og mörg hver verða hreinlega að gera það t.d. fyrirtæki í matvælaiðnaði ar sem hreinlæti skiptir svo miklu máli. Flest frystihús landsins eru í viðskiptum við okkur sem og kjötvinnslur og fleiri aðilar. Við bjóðum upp á aðgansstýrihlið þannig að enginn kemst inn á viðkomandi svæði fyrirtækisins nema að sótthreinsa sig. Vaskar og skápar út ruðfríu stáli eru mjög vinsæl vara hjá okkur. Við erum búnir að setja upp þessar lausnir hjá stórum fyrirtækjum eins og Eskju, Síldarvinnslunni og Fisk Seafood að undanförnu. Þetta er vaxandi markaður. Við höfum lagt okkur fram við að vera með í hönnunarferlinu þegar verið að er að hanna starfsmannaaðstöðu fyrirtækis eða færibönd og getum þá veitt ráðgjöf snemma í ferlinu sem er mikilvægt.”

Pétur segir að fyrirtækið sé einnig með lágþrýstiþvottakerfi sem eru að koma sterk inn á markaðinn. ,,Það eru sífellt fleiri fyrirtæki að kaupa lágþrýstiþvottakerfi, eða svokölluð kvoðukerfi. Fyrirtæki eru að hætta að nota háþrýstikerfin og það er farið að banna þau víða í Evrópu því þau eru hreinlega talinn hættuleg. Þá erum við einnig að bjóða upp á stórsekki fyrir mjöl og áburð, legur og brettatjakka. Við erum einnig að bjóða matvælavottaðar efnavörur sem matvælafyrirtækin eru mikið að kaupa af okkur.

Við veitum ráðgjöf með allar okkar vörur og leitumst við að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Við hlökkum til að bjóða gestum

Comments are closed.